BRYNJÓLFUR Bjarnason, nemi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík, og Sigurður Friðleifsson, líffræðingur og kennari, hafa hlotið 400.000 króna styrk úr Ballantine's-sjóðnum fyrir tölvuforrit sem ætlað er til kennslu í efnafræði í framhaldsskólum.

BRYNJÓLFUR Bjarnason, nemi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík, og Sigurður Friðleifsson, líffræðingur og kennari, hafa hlotið 400.000 króna styrk úr Ballantine's-sjóðnum fyrir tölvuforrit sem ætlað er til kennslu í efnafræði í framhaldsskólum.

Ballantine's-sjóðurinn er alþjóðlegur sjóður með það að markmiði að styðja ungt fólk um heim allan í að þróa viðskiptahugmyndir sínar og gera þær að veruleika.

Verkefni Brynjólfs og Sigurðar var valið úr 122 umsóknum sem sjóðnum hér á landi bárust. Styrkurinn mun verða nýttur til áframhaldandi vinnu við þróun forritsins og það verður kynnt á vefsíðu sem verður sett upp.