GUÐRÚN Lóa Jónsdóttir mezzósópran heldur einsöngstónleika í Digraneskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Undirleikari er Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju.
GUÐRÚN Lóa Jónsdóttir mezzósópran heldur einsöngstónleika í Digraneskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Undirleikari er Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju. Á efnisskrá eru lög eftir Sigurð Bragason, Björgvin Guðmundsson, Árna Thorsteinsson, Bjarna Böðvarsson, J.S. Bach, Händel, Vivaldi o.fl. Kjartan Sigurjónsson leikur ennfremur einleik á orgel og með Elfu Dröfn Stefánsdóttur trompetleikara.
Guðrún Lóa lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Garðabæ vorið 1996.