NÝ mynd mánaðarins verður afhjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ, á morgun, laugardag, kl. 13.30. Listamaður aprílmánaðar er Eiríkur Árni Sigtryggsson. Eiríkur er fæddur 14. sept. 1943 í Keflavík og hefur stundað list sína frá unga aldri.

NÝ mynd mánaðarins verður afhjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ, á morgun, laugardag, kl. 13.30. Listamaður aprílmánaðar er Eiríkur Árni Sigtryggsson. Eiríkur er fæddur 14. sept. 1943 í Keflavík og hefur stundað list sína frá unga aldri. Hann hefur sótt námskeið víða um heim og aðalleiðbeinendur hans hér á landi voru Hringur Jóhannesson og Valtýr Pétursson. Myndir eftir Eirík má m.a. sjá á Listasafni Reykjanesbæjar, Hitaveitu Suðurnesja og hjá Grindavíkurbæ.

Nýtt verk eftir Eirík

Eiríkur hefur haldið níu einkasýningar, síðast í Árskógum í september 2000. Hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. sýningu Félags íslenskra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum.

Við opnunina frumflytur málmblásarasextett tónverk eftir Eirík sem ber heitið Keilir. Verkið lýsir undirbúningi og gönguferð á fjallið Keili. Heyra má í göngufólkinu og leiðsögumönnunum. Í lokin glymja húrrahrópin þegar tindinum er náð.