5. janúar 1991 | Óflokkað efni | 195 orð

Hæstiréttur: Guðrún Erlendsdóttir kjörinn forseti Hæstaréttar Fyrsta konan til

Hæstiréttur: Guðrún Erlendsdóttir kjörinn forseti Hæstaréttar Fyrsta konan til að gegna því emb ætti á Norðurlöndunum GUÐRÚN Erlendsdóttir hæsta réttardómari hefur verið kjörin forseti Hæstaréttar Íslands til tveggja ára frá 1. janúar 1991 að telja.

Hæstiréttur: Guðrún Erlendsdóttir kjörinn forseti Hæstaréttar Fyrsta konan til að gegna því emb ætti á Norðurlöndunum

GUÐRÚN Erlendsdóttir hæsta réttardómari hefur verið kjörin forseti Hæstaréttar Íslands til tveggja ára frá 1. janúar 1991 að telja. Hún mun vera fyrsta konan á Norðurlöndum sem gegnir embætti forseta hæsta réttar.

Guðrún var fyrst sett dómari við Hæstarétt 1982-1983 og skip uð dómari 1. júlí 1986. Hún sagði við Morgunblaðið að hún væri eina konan sem skipuð hefði verið í embætti hæstaréttardómara á Ís landi og þar af leiðandi er hún nú fyrsta konan til að verða kjörinn forseti Hæstaréttar. Hún sagði að eftir því sem hún vissi best væri hún einnig fyrsta konan á Norður löndunum sem gegndi embætti forseta Hæstaréttar.

Þess má geta að forseti Hæsta réttar er einn af þremur handhöf um forsetavalds í fjarveru forseta Íslands. Auk Vigdísar Finnboga dóttur, forseta Íslands, eru því nú tveir af þremur handhöfum for setavaldsins konur, þær Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, og Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings. Þriðji handhafi forsetavalds í fjarveru forseta er forsætisráðherra.

Varaforseti til tveggja ára frá sama tíma var kjörinn Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardómari.

Guðrún Erlendsdóttir

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.