HALLDÓR Baldursson heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 6. desember kl. 20.30.
HALLDÓR Baldursson heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 6. desember kl. 20.30.

Fyrirlesturinn nefnir Halldór "Síðasta ferð línuskipsins Gautaborgar" og er hann í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Í fyrirlestrinum fjallar Halldór um síðastu ferð danska herskipsins Gautaborgar, skipbrot þess hér við land 1718, sjópróf og fleiri eftirmál. Heimildir eru meðal annars dagbækur skipsins og bréfabók skipherra, segir í fréttatilkynningu.