Njarðvík-Lögreglan í Keflavík lýsir eftir bifreiðinni RT-619 sem er grá Land Rover Discovery, jeppabifreið, árgerð 1998. Jeppanum var stolið af bílastæði við Bílasölu Keflavíkur, Bolafæti 1 í Njarðvík að kvöldi miðvikudagsins 28.
Njarðvík-Lögreglan í Keflavík lýsir eftir bifreiðinni RT-619 sem er grá Land Rover Discovery, jeppabifreið, árgerð 1998. Jeppanum var stolið af bílastæði við Bílasölu Keflavíkur, Bolafæti 1 í Njarðvík að kvöldi miðvikudagsins 28. nóvember eða aðfaranótt 29. nóv.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 4202400 eða 112.