Garðar Kári Garðarsson, t.h., tekur við viðurkenningu fyrir hönd 10. bekkjar A í Glerárskóla úr hendi Elíasar B.J. Gíslasonar, formanns Foreldrafélags Síðuskóla, fyrir framan athyglisverðasta skiltið.
Garðar Kári Garðarsson, t.h., tekur við viðurkenningu fyrir hönd 10. bekkjar A í Glerárskóla úr hendi Elíasar B.J. Gíslasonar, formanns Foreldrafélags Síðuskóla, fyrir framan athyglisverðasta skiltið.
NEMENDUR í 10. bekk í grunnskólum Akureyrar tóku þátt í samkeppni um gerð skilta til að vekja athygli á nauðsyn þess að nota endurskinsmerki.
NEMENDUR í 10. bekk í grunnskólum Akureyrar tóku þátt í samkeppni um gerð skilta til að vekja athygli á nauðsyn þess að nota endurskinsmerki. Samkeppnin fór fram í tengslum við sérstakan endurskinsmerkjadag í byrjun síðasta mánaðar en þá fengu öll grunnskólabörn í bænum afhent endurskinsmerki.

Samkeppnin þótti heppnast vel en athyglisverðasta skiltið, að mati sérstakrar dómnefndar, var unnið af nemendum í 10. bekk A í Glerárskóla. Hugmyndina að skiltinu átti Garðar Kári Garðarsson, nemandi í 10-A, en saman vann bekkur hans að gerð þess.

Allir bekkir sem tóku þátt í samkeppninni fengu 5.000 króna viðurkenningu en fyrir athyglisverðustu hugmyndina fékk 10-A 5.000 krónur til viðbótar.

Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og Bílaleiga Akureyrar lögðu þessu átaki lið, ásamt bankastofnununum Íslandsbanka, Landsbanka, Búnaðarbanka og Sparisjóði Norðlendinga.