Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli er eftir leikkonuna Bergljótu Arnalds. Þetta er önnur stafabók Bergljótar en áður hefur hún skrifað um Stafakarlana.
Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli er eftir leikkonuna Bergljótu Arnalds. Þetta er önnur stafabók Bergljótar en áður hefur hún skrifað um Stafakarlana.

Sagan fjallar um Gralla litla, rottulegan músarstrák, og nornarskömmina sem er svo veik í litlu tánni að hún kemst ekki á nornaþingið mikla. Gralli verður að hjálpa til svo henni batni, en um leið kennir nornin honum að galdra fram alla stafina í íslenska stafrófinu.

Útgefandi er Virago. Bókin er 80 bls. Verð. 1.990 kr.