Álfrún Gunnlaugsdóttir
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Skáldsagan Yfir Ebró-fljótið er eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur . Spænska borgarastyrjöldin er efniviður þessarar nýju skáldsögu Álfrúnar.
Skáldsagan Yfir Ebró-fljótið er eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur .

Spænska borgarastyrjöldin er efniviður þessarar nýju skáldsögu Álfrúnar. Haraldur er einn þeirra mörgu ungu manna á fjórða áratug seinustu aldar sem telur að heiminum standi ógn af uppgangi fasismans. Líkt og þeir fer hann til Spánar til að berjast gegn spænsku falangistunum. Þegar árin færast yfir og það syrtir í álinn fyrir honum leitar hann á vit minninga um horfna vini og félaga sem tóku þátt í orrustunni við Ebro. Bókin byggir að hluta til á frásögn eins íslendings sem tók þátt í styrjöldinni. Síðasta skáldsaga Álfrúnar, Hvatt að rúnum, hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1993.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 459 bls., prentuð í Odda. Kápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir. Kort gerði Jean-Pierre Biard. Verð: 4.690 kr.