* GRÆNLAND er með lið á HM kvenna í handknattleik sem hófst á Ítalíu í gærkvöldi. Þar leika 24 þjóðir í fjórum sex liða riðlum og eru Grænlendingar í C-riðli sem fram fer í Brixen .
* GRÆNLAND er með lið á HM kvenna í handknattleik sem hófst á Ítalíu í gærkvöldi. Þar leika 24 þjóðir í fjórum sex liða riðlum og eru Grænlendingar í C-riðli sem fram fer í Brixen .

* FERÐALAG grænlensku stúlknanna var langt og strangt, tók rúmlega tvo sólarhringa með stoppi í Danmörku , en þær komu fyrstar allra keppenda til Ítalíu .

* NÁGRANNAR okkar í vestri láta ekki langt ferðalag koma í veg fyrir að stutt sé við bakið á grænlensku stúlkunum því til Brixen eru komnir um 100 grænlenskir áhorfendur sem flugu til Kaupmannahafnar og leigðu þar rútur til að flytja sig til Ítalíu.

* ÞETTA er í fyrsta sinn sem Grænlendingar komast í úrslitakeppni HM kvenna. Aðrir nýliðar eru einnig meðal keppenda en það eru heimamenn sjálfir, Ítalir .

* RÚMLEGA 300 blaða- og fréttamenn gerðu sér ferð til Ítalíu til að fylgjast með HM kvenna. Flestir fjölmiðlamennirnir koma frá Noregi en þeir eru um 60 talsins.

* SJÓNVARPAÐ verður beint frá flestum leikjunum til einhverra landa en 28 þjóðir keyptu sjónvarpsréttinn, en ekki þó heimamenn á Ítalíu! Af þeim 24 þjóðum sem leiða saman hesta sína fram til 16. desember tryggðu 17 sér rétt til að sýna beint frá leikjum sinna liða.

* ÞETTA er í 15. sinn sem HM kvenna er haldið. Tvær þjóðir, sem ekki eru lengur til, hafa oftast orðið meistarar. Sovétríkin sigruðu 1982, 1986 og 1990, og Austur-Þýskaland 1971, 1975 og 1978. Sovétríkin léku fimm sinnum til úrslita og Júgóslavía hefur fjórum sinnum komist í úrslitaleikinn.

* EINA þjóðin sem hefur alltaf verið með er Rúmenía og gulklæddu stúlkurnar hafa alltaf komist í átta liða úrslit, nema 1997 í Noregi .

* MARIANNA Tirca , örvhent skytta frá Rúmeníu, var með í úrslitakeppninni sex sinnum, frá 1982 til 1997 en hún fékk aldrei verðlaunapening. Besti árangur liðsins á meðan hún lék var fjórða sætið í Noregi 1993.