Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu, Guðrún Birna Jörgensen, markaðsstjóri Heklu, Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, Guðni Bergsson vinningshafi og Elín Birta.
Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu, Guðrún Birna Jörgensen, markaðsstjóri Heklu, Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, Guðni Bergsson vinningshafi og Elín Birta.
BANDALAG íslenskra skáta hefur í ellefu ár fært öllum sex ára börnum á landinu endurskinsborða að gjöf í samvinnu við ýmsa aðila. Landsátak þetta hefur gengið undir nafninu: Látum ljós okkar skína. Nú í ár er stærsti stuðningsaðilinn Hekla hf.

BANDALAG íslenskra skáta hefur í ellefu ár fært öllum sex ára börnum á landinu endurskinsborða að gjöf í samvinnu við ýmsa aðila. Landsátak þetta hefur gengið undir nafninu: Látum ljós okkar skína. Nú í ár er stærsti stuðningsaðilinn Hekla hf. og færir Bandalag íslenskra skáta fyrirtækinu viðurkenningu til staðfestingar á því.

Til styrktar þessu átaki var farið af stað með bílnúmerahappdrætti og dróst út í ár m.a stórglæsileg Audi A3-fólksbifreið sem Guðni Bergsson hlaut og var bifreiðin afhent um leið og Heklu hf. var afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í landsátakinu, segir í fréttatilkynningu.