LANDSMÓT íslenskra barnakóra verður haldið helgina 15.-17. mars 2002 í Stykkishólmi. Mótshaldarar geta tekið á móti 5-600 börnum og gert er ráð fyrir að nemendur úr 5.-10. bekk sæki mótið.

LANDSMÓT íslenskra barnakóra verður haldið helgina 15.-17. mars 2002 í Stykkishólmi.

Mótshaldarar geta tekið á móti 5-600 börnum og gert er ráð fyrir að nemendur úr 5.-10. bekk sæki mótið. Hægt er að skrá kóra og og fá frekari upplýsingar á Netinu siggasa@isl.is. Þar verður að koma fram heiti kórs, nafn og sími/netfang kórstjóra, fjöldi barna og aðstoðarmanna. Tilgreina þarf einnig um aldur og getu kórsins. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar, segir í fréttatilkynningu frá Tónmenntakennarafélagi Íslands.