FÉLAGASKIPTI Gunnleifs Gunnleifssonar, knattspyrnumarkvarðar, úr Keflavík yfir til 2. deildarliðs HK, eru frágengin. Gunnleifur er byrjaður að æfa með Kópavogsfélaginu og varði mark þess í fyrsta skipti í æfingaleik gegn Víkingi á sunnudaginn.
FÉLAGASKIPTI Gunnleifs Gunnleifssonar, knattspyrnumarkvarðar, úr Keflavík yfir til 2. deildarliðs HK, eru frágengin. Gunnleifur er byrjaður að æfa með Kópavogsfélaginu og varði mark þess í fyrsta skipti í æfingaleik gegn Víkingi á sunnudaginn. Gunnleifur lék með HK á árum áður en hefur undanfarin fjögur ár leikið með KR og síðan Keflavík í úrvalsdeildinni.