* BERTI Vogts tekur við sem landsliðsþjálfari Skota 1. mars næstkomandi en skoska knattspyrnusambandið hefur komist að samkomulagi við knattspyrnusamband Kúveita að leysa Vogts undan samningi í lok þessa mánaðar.

* BERTI Vogts tekur við sem landsliðsþjálfari Skota 1. mars næstkomandi en skoska knattspyrnusambandið hefur komist að samkomulagi við knattspyrnusamband Kúveita að leysa Vogts undan samningi í lok þessa mánaðar.

* SKOTAR , sem eru í riðli með Íslendingum í undankeppni EM, leika sinn fyrsta leik undir stjórn Vogts á móti heims- og Evrópumeisturum Frakka 27. mars.

* TYRKINN Muzzy Izzet er á leið frá Leicester City til Middlesbrough fyrir 6 milljónir punda og er reiknað með að gengið verði frá félagaskiptunum í vikunni. Izzet er 27 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Leicester frá Chelsea keppnistímabilið 1995-1996.

* NEWCASTLE er á höttunum eftir David Dunn , miðvallarleikmanninum snjalla hjá Blackburn , en fleiri félög hafa sýnt áhuga á að fá þennan 22 ára gamla leikmann í sínar raðir. Bobby Robson vill fá Dunn til að fylla skarð Roberts Lee sem á dögunum ákvað að ganga til liðs við Derby .

* JOHN Terry , varnarmaðurinn sterki hjá Chelsea , missir af sex næstu leikjum liðsins en í ljós hefur komið að hann tábrotnaði í leik Chelsea á móti Aston Villa um síðustu helgi.

* STOKE gekk í gær frá kaupum á finnska markverðinum Jani Viander frá HJK Helsinki og gerði við hann tveggja og hálfs árs samning. Viander er 26 ára gamall og hefur verið í láni hjá Bolton síðan í október. Hann á að baki 100 deildaleiki í Finnlandi með þremur félögum auk þess sem hann hefur leikið 7 landsleiki.

* BJORN Helge Riise , yngri bróðir John Arne Riise sem leikur með Liverpool , er í samningaviðræðum við enska 1. deildarliðið Manchester City . Umboðsmaður Bjorns segir að Kevin Keegan , knattspyrnustjóri Manchester City , hafi hrifist af Norðmanninum og vilji fá hann í sínar raðir.

* FRANSKI landsliðsmaðurinn Youri Djorkaeff gekk í gær til liðs við Guðna Bergsson og félaga hans í Bolton og samdi hann við liðið út leiktíðina. Djorkaeff kemur til Bolton frá Kaiserslautern.

* DJORKAEFF segist hafa valið að fara til Bolton eftir viðræður hans við Sam Allardyce , knattspyrnustjóra Bolton . Ég fann fyrir miklum áhuga Allardyce að fá mig og vonandi get ég hjálpað liðinu í fallbaráttunni. Um leið er þetta kjörið tækifæri fyrir mig að reyna að tryggja mér sæti í franska landsliðinu," sagði Djorkaeff .