AÐALSTEINN Vestmann opnar sýningu á Café Karólínu 16. febrúar kl. 14.00. Hann sýndi fyrst fyrir hálfri öld og þá með Gunnari Dúa í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Aðalsteinn málaði leiktjöld í nokkur ár hjá Leikfélagi Akureyrar og víðar.

AÐALSTEINN Vestmann opnar sýningu á Café Karólínu 16. febrúar kl. 14.00. Hann sýndi fyrst fyrir hálfri öld og þá með Gunnari Dúa í Gagnfræðaskóla Akureyrar.

Aðalsteinn málaði leiktjöld í nokkur ár hjá Leikfélagi Akureyrar og víðar. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Á sýningunni eru akrílverk og mótíf úr næsta nágrenni og eitt olíumálverk. Er það verkið "Að kvöldi K-dagsins" en sú mynd er tileinkuð Karli Hjaltasyni en hann var smíðakennari við Barnaskóla Akureyrar. Aðalsteinn er nú að ljúka sínum 40 ára starfsferli við þennan sama skóla. Sýningin er opin á afgreiðslutíma kaffihússins.