16. mars 1991 | Minningargreinar | 1567 orð

Minning: Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraunfjörð Móðir, Guðrún Hallfríður, fædd

Minning: Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraunfjörð Móðir, Guðrún Hallfríður, fædd

4. október 1916, dáin 20. júlí 1984, Pétursdóttir, fædd 2. október 1893 á Hjarðarbóli í Eyrarsveit, dáin 1942, Jóhannesson, fæddur um 1859 og Pálína Jónsdóttir, fæddum 1860. Bæði úr Bjarnarhafnar sókn. Móðir Guðrúnar Hallfríðar var Jóhanna Kristín, fædd 16. apríl 1894 í Nýjubúð í Eyrarsveit, Guðmundsdóttir bónda í Nýjubúð, fæddur 1863, Guðmundssonar, fæddur um 1824 og Guðrúnar Hallgrímsdóttur fædd 1863 í Helga fellssókn. Faðir, Yngvi Pétursson Hraunfjörð, fæddur 29. október 1914, dáinn 8. október 1955. Hann var fæddur í Stykkishólmi, sonur Péturs J. Hraunfjörðs frá Hraunsfirði, skipstjóra og síðar verkamanns, fæddur 14. maí 1885, dáinn 5. mars 1957. Móðir Yngva var Kristjánssína Sigurást, fædd 6. júní 1891, dáin 27. júlí 1980, Kristjánsdóttir, fædd um 1833 á Gunnarsstöðum í Hörðudal, Athanasíus son og Bjargar Guðnadóttur frá Hlaðhamri í Hrútafirði. Kona Kristjáns var Jóhanna, fædd 1853 í Litla-Lóni í Bervík, Jónasdóttir Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, fædd 1822, greind kona og vel hagmælt.

Foreldrar Jóhönnu Kristínar stofnuðu heimili á kreppuárunum. Þá var hart í ári, en með elju og dugnaði þeirra beggja blessaðist þeim allt. Árið 1943 gátu þau fest kaup á sumarhúsi er var upp með Elliðaám og bar heitið Heima hvammur. Í þeirra augum var þetta sannkallaður unaðsreitur sem þau endurbættu og gerðu að ársíbúð. Þar var Jóhanna Kristín fædd og sleit barnsskónum umvafin ómengaðri náttúru í skjóli brekkunnar og í hvarfi fyrir augum nágrannanna. Engin hraðbraut eða umferðaræð, aðeins troðningar eftir ótal fætur og einstaka bíl sem áræðinn ökumaður lagði í melinn. Við fætur þeirra niðaði árstraumur, það er að segja Elliðaárnar í Reykjavík sem hvergi eiga sinn líka í höfuðborgum annarra landa. Lengra til sást yfir Elliðaárdalinn og til Esjunnar. Þettavar heimur útaf fyrir sig og Jó hanna Kristín gat ekki slitið sig frá þessum stað, þó henni hefði veriðboðið gull og grænir skógar.

Snemma á sunnudagsmorguninn barst mér sú sorgarfrétt að hún Jóhanna Kristín, bróðurdóttir mín, væri dáin. Ég varð sem lömuð og gat ekki hugsað, hvað þá talað. Hún sem átti svo bjarta framtíð fyrir sér. Ég vissi að hún hafði ekki gengið heil til skógar í mörgár og oft verið þungt haldin, ýmist á sjúkrahúsum eða heima. En að hún hyrfi svo snöggt og svo ung frá dóttur sinni og listsköpuninni sem að hún hafði lagt alla sína sál í.

Jóhanna Kristín, þessi hugljúfa stúlka, sem var alltaf eins og hugur manns en hafði þó sterka skapgerð og vissi hvað hún vildi. 5 ára gömul dvaldi hún á heimili mínu ásamt ungum bróður sínum sem hún reyndi að vernda. Móðir þeirra vará sjúkrahúsi. Faðirinn hafði látist af slysförum frá 9 börnum á ýmsum aldri, yngsta barnið var drengur, nokkurra vikna gamall. Móðirin hafði því orðið að leggja hart að sér við það að afla heimilinu bjargar. Hún vann alla þá vinnu er til féll. Fór í síld á sumrin, gekk í húsog þvoði þvott. Hún fór einnig í þvottalaugarnar og reiddi þvottinn á reiðhjóli fram og til baka, því að kolin voru dýr. Eldri börnin hjálpuðu til hvert eftir sinni getu.

Jóhanna Kristín saknaði móður sinnar mikið og á slíkum stundum hvarf hún, jafnan fannst hún þó á sama stað, hafði þá gengið niður með læknum sem rann um bæjarhlaðið, sest þar í grasigróna brekkuna og horfði síðan niður í vatnið sem liðaðist áfram, áfram og til sjávar. Þegar komið var að henni varð hún eitt sólskinsbros, hana hafði aðeins vantað athygli og hlýju móður sinnar og hoppaði nú og skoppaði heim á leið.

Hún var mjög hugmyndarík á unglingsárunum, en þó datt víst fáum í hug að þessi hæfileiki blundaði með henni. Eftir hefðbundna skólagöngu var hún dulítið óráðin með framhaldið.

Svo var það árið 1972 að hún innritaðist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún árið 1976 með miklum væntingum. Á þeim tíma hafði hún kynnst Ívari Valgarðssyni myndhöggvara. Þau fóru í framhaldsnám til Hollands 1976-1980, voru í de Vrije Academie den Haag 19761977 og Rijksakademie Van Beeldende Kunsten 1977-1980 í Amsterdam. Kennari Jóhönnu Kristínar var prófessor Jakob Kuyper.

Jóhanna Kristín hlaut styrk frámenntamálaráðuneytinu og einnig frá hollenska ríkinu í eitt ár, jafnframt var henni boðið að vera eittár til viðbótar í skólanum í Amsterdam og hljóta þá annan styrk. Það taldi hún sig ekki geta þegið, því hún treysti sér ekki til að vera lengur og hafa aðeins námslán til að halda uppi fjölskyldu. Um sumarið fór hún til Íslands til þess að heimsækja sjúka móður sína. En er hún kom aftur til Amsterdam í skólann hafði hann verið hreingerður og 15 bestu myndunum hennar verið fleygt. Það var mikið áfall fyrir Jóhönnu Kristínu.

Þó hún færi víða um lönd, bæði í námi og einnig er hún var búsett erlendis, var draumrinn um Heima hvamm alltaf ofarlega í huga hennar. Þar vildi hún búa og mála. Þegar Jóhanna Kristín kom heim frá námi ásamt Ívari Valgarðssyni sambýlismanni sínum og dóttur þeirra, Björgu, fædd 10. ágúst 1977, tryggði hún sér fljótlega réttinn yfir þessu langþráða húsi, og þau hófust handa um viðbyggingu til þess að hafa starfsaðstöðu. Það varð torsótt leið, svo þau urðu að gefa það frá sér um stundar sakir og útvega sér vinnu til þess að lifaaf.

Á miðjum níunda áratugnum hlaut Jóhanna Kristín Sveaborgar styrk til Grænlandsferðar og var vinnustofa og fargjald innifalið. Þar gerði hún margar skissur, sem hún nýtti sér þegar heim til Íslands kom. Í þessari ferð hófust kynni hennar og Matthíasar Fagerholm grafíklistamanns. Samband þeirra leiddi til þess að þau bjuggu jöfnum höndum í Svíþjóð og á Íslandi og unnu að verkum sínum.

Á síðasta ári hafði tekist að endurbyggja hið langþráða hús, Heima hvamm, svo þau fluttu öll 3 heim til Íslands. Jóhanna Kristín, Björg og Matthías Fagerholm.

Með náminu hafði Jóhanna Kristín alla tíð unnið og komið heim á sumrin til að afla peninga fyrir veturinn. Þó hafði hún um árabil verið þungt haldin af öndunarfæra sjúkdómi og oft orðið að dvelja á sjúkrahúsum. Hún lét þó ekki bugast og átti stóra drauma um að geta nú snúið sér alfarið að myndsköpun er hún væri komin heim.

Systkini Jóhönnu Kristínar eru: Ölver, látinn, Guðmundur, maki Margrét Kolbeinsdóttir, Guðrún Lára, maki Gunnar Eyjólfsson, Yngvi, maki Óla Þorbergsdóttir, Atli, maki Sigríður Guðmundsdóttir, Ásta Hallfríður, maki Njáll Sigurjónsson, Guðmundur Yngvi, maki Þrúður Gísladóttir. Systkini hennar elskuðu öll litlu systur sína og vildu allt fyrir hana gera. Í gegnum tíðina höfðu þau staðið við bakið á henniog stutt hana með ráðum og dáð.

Jóhönnu Kristínu og Matthíasi Fagerholm hafði verið boðið að sýna í Hollandi og Þýskalandi á þessuári, jafnframt boðin vinnuaðstaða í Berlín á meðan að þau dveldu þar og væntanlegur var listgagnrýnandi til þess að velja verkin. Vegna veikinda Jóhönnu Kristínar treysti hún sér ekki. Þess vegna afþökkuðu þau boðið um vinnuaðstöðuna. Matthías gat ekki hugsað sér að fara frá henni veikri og jafnvel ósjálfbjarga aleinni í húsinu.

Vinkonur Jóhönnu Kristínar sögðu henni nýlega að til þess að verða "ekta snobb" á Íslandi þyrfti manni í fyrsta lagi að vera boðið heim til Vigdísar forseta og í þriðja lagi að eiga mynd eftir Jóhönnu Kristínu. Jóhanna Kristín hló, það var svo fjarlægt henni að miklast af list sinni.

Listgagnrýnandi, sem ég ræddi við fyrir stuttu, lét þess getið viðmig, að honum hefði fundist Jó hanna Kristín bera af öðrum ungum myndlistarmönnum.

Umsagnir blaðanna segja meiraen mér er unnt að tjá um list Jó hönnu Kristínar. "Þarna eru ástríðufull verk, sem gerð eru af mikilli innlifun og tækni, það verðurað segjast eins og sannast er, að þessi verk Jóhönnu Kristínar vöktu mér traustvekjandi vonir um framhald íslenskrar myndlistar. Morgunblaðið 17. apríl '83. Nýlistasafnið, Valtýr Pétursson."

"Jóhanna Kristín er mjög gott dæmi um listamann sem meðvitað eða ómeðvitað málar samkvæmt norrænu upplagi . . . en um leið eru þær gæddar miklu innra lífi og sálrænum víddum. Það sem helst hrífur er hve hin myndræna taug virðist samgróin eðli listakonunnar. Morgunblaðið 15. maí '84. Bragi Ásgeirsson."

"Hún á því samleið með málurum sögunnar sem haldið hafa sig utanvið stefnu og strauma og notað hafa pensilinn á hreinan og beinan máta. Það eru menn á borð við Goya, Van Gogh eða Munch en einhvers staðar meðal þeirra stendur Jóhanna Kristín. Þjóðviljinn 20. maí '84. Listmunahúsið Halldór B. Runólfsson."

Það gengur kraftaverki næst að Jóhanna Kristín skuli hafa afrekað svo miklu á þeim fáu árum sem henni auðnaðist að starfa að listsköpun sinni.

Mig langar að geta hérna um það helsta. Nýlistasafnið, einkasýning 1983. Landspítalinn, einkasýning 1983. Ungir listamenn, samsýning, Kjarvalsstöðum 1983. Gullströndin andar v/Selsvör, samsýning 1983, Listmunahúsið v/Lækjargötu, einkasýning 1984. Sviss, samsýning 1984. 14 listamenn í Listasafni Íslands, samsýning 1984. Sýning 9 myndlistarkvenna á Hallveigarstöðum, samsýning 1984. Samsýning íslenskra myndlistarmanna í Lundi í Svíþjóð 1984. Samsýning íslenskramyndlistarmanna í Kaupmannahöfn 1984. Qaqortog, einkasýning í Kúltúrhúsinu 10. ágúst 1986. Gallerí Borg, einkasýning 1987. Sjálfsmyndir, samsýning 1988.

Íslenska þjóðin sér nú á bak ungum og efnilegum listamanni. Í okkar fjölskyldu eru sterk ættartengsl. Við höfum því öll misst mikið er Jóhanna Kristín var burt kölluð.

Deyr fé,

deyja frændr,

deyr sjalfr it sama;

en orðstírr

deyr aldregi

hveim er sér góðan getr.

(Hávamál.)

Útförin fer fram mánudaginn 18. mars frá Bústaðakirkju kl. 13.30.

Aðeins guð einn getur veitt styrk í sorginni. Við hjónin vottum Björgu litlu dóttur hennar, Matthíasi, systkinum hennar og öðrum vandamönnum innilega samúð.

Hulda Pétursdóttir, Útkoti.

;

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.