Fyrirlestur um samskipti foreldra og barna FYRIRLESTUR fyrir almenning um samskipti foreldra og barna verður fluttur í Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. september klukkan 20.30. Fyrirlesari er Dr. Thomas Gordon, kunnur bandarískur sálfræðingur. Dr.

Fyrirlestur um samskipti foreldra og barna

FYRIRLESTUR fyrir almenning um samskipti foreldra og barna verður fluttur í Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. september klukkan 20.30. Fyrirlesari er Dr. Thomas Gordon, kunnur bandarískur sálfræðingur.

Dr. Gordon dvelst hér á landi dagana 31. ágúst til 5. september og samhliða þessari heimsókn gefur Almenna bókafélagið út bók hans, Samskipti foreldra og barna - að ala upp ábyrga æsku. Þýðandi er Ingi Karl Jóhannesson og bókin verður til sölu á fyrirlestrar staðnum.

Í fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu segir meðal annars að Dr. Thomas Gordon sé heimsfrægur sálfræðingur fyrir námskeið sín, nýjar aðferðir í uppeldismálum og bækur um sama efni. Bækur hans eru námsefni í kennara- og uppeldisskólum víða um heim, m.a. hér á landi í kennaraháskólanum, fósturskólanum og háskólanum.

Með dr. Gordon hér á landi er kona hans Linda Adams. Hún mun halda fyrirlestur í Átthagasal Hótel Sögu fimmtudaginn 3. september klukkan 20.30. Fyrirlestur hennar heitir Sjálfstyrking ákveðni - mannleg samskipti.

Morgunblaðið/Einar Falur

Dr. Thomas Gordon, sem flytja mun fyrirlestur hér á landi um samskipti foreldra og barna, ásamt konu sinni, Linda Adams.