Bruce Willis og Monica Bellucci: Saman á tjaldi og utan þess.
Bruce Willis og Monica Bellucci: Saman á tjaldi og utan þess.
ÍTALSKA leikkonan Monica Bellucci , sem nú síðast gerði allt vitlaust á Cannes-hátíðinni með hinni umdeildu Irréversible eftir Gaspar Noe og vakti heimsathygli fyrir titilhlutverkið í Maléna eftir Giuseppe Tornatore , er kannski að reyna að gleyma...
ÍTALSKA leikkonan Monica Bellucci , sem nú síðast gerði allt vitlaust á Cannes-hátíðinni með hinni umdeildu Irréversible eftir Gaspar Noe og vakti heimsathygli fyrir titilhlutverkið í Maléna eftir Giuseppe Tornatore , er kannski að reyna að gleyma nýliðinni reynslu með því að leika í sumar aðalhlutverkið í Gleymdu mér aldrei eftir landa sinn Gabriele Muccino . Muccino er þekktastur fyrir Síðasta kossinn , sem var mikill vinsældasmellur í heimalandinu, en í nýju myndinni fjallar hann um líf ítalskrar fjölskyldu innan og utan heimilisveggjanna, sem er tvennt ólíkt. Bellucci mun á næstunni einnig leika á móti Bruce Willis í Man Of Rescue og trúlega einnig á móti Sean Connery í The League Of Gentlemen .