Þegar maður dáleiðir, þá kemur maður fólki - eða dýrum - í skrítið ástand þar sem hugsun þeirra næstum hættir og þau eru á milli þess að vera vakandi og sofandi. Vilt þú prófa að dáleiða?

Þegar maður dáleiðir, þá kemur maður fólki - eða dýrum - í skrítið ástand þar sem hugsun þeirra næstum hættir og þau eru á milli þess að vera vakandi og sofandi.

Vilt þú prófa að dáleiða?

Þú verður að finna þér fórnarlamb, og við mælum með góðum ömmum, hundum og hænum. Athugaðu hvort þú getur fengið hinn dáleidda til að gera skrýtna hluti. T.d. ömmu þína til að gelta, hænuna til að elta þig eða hundinn til að hoppa.

Bletturinn

Láttu fólk - ekki dýr - stara á einn og sama blettinn ótrúlega lengi, eða allt þar til það líður í vakandi svefnástandið. Bletturinn getur verið nagli í vegg, eða hvað sem er.

Pendúllinn

Láttu ömmu þína slappa vel af í góðum stól. Hengdu lítinn hlut í bandspotta og láttu hann dingla frá hægri til vinstri, fram og tilbaka, fyrir augunum á ömmu sem fylgja hlutnum eftir.

Puttinn

Haltu puttanum beint fyrir framan augun á hænu eða hundi. Þegar dýrið er farið að stara á puttann, geturðu dregið hann eftir jörðinni og dýrið fylgir fast á eftir.