STEFÁN Ólafsson prófessor, formaður stjórnar Háskólabíós, segir að líklega komi til uppsagna hjá stofnuninni. Verið sé að kanna möguleika til að bæta afkomu kvikmyndahússins, sem ekki hafi verið fullnægjandi að undanförnu.

STEFÁN Ólafsson prófessor, formaður stjórnar Háskólabíós, segir að líklega komi til uppsagna hjá stofnuninni. Verið sé að kanna möguleika til að bæta afkomu kvikmyndahússins, sem ekki hafi verið fullnægjandi að undanförnu. Þar komi til greina að leigja rekstur kvikmyndasala til annarra aðila. Stefán fundaði með starfsmönnum Háskólabíós í fyrradag.

Viðræður við tvo aðila

Stefán segir að valkostur sem helst hafi komið til greina sé að leigja út kvikmyndasýningar. "Við höfum átt í viðræðum við tvo aðila sem hafa sýnt þessu áhuga og þær viðræður standa yfir," segir hann. Hann vill ekki gefa upp hverjir það séu.

"Ég vildi upplýsa starfsfólkið um að þetta væri í gangi, enda er alltaf hætta á að sögusagnir fari af stað. Ef til þessa kemur er útlit fyrir að grípa verði til uppsagna. Raunar eru allar líkur á því að svo verði, hvernig sem niðurstaðan verður," segir hann.