NÝLEGA var haldin svokölluð stóra Blackpool-keppnin, eins og hún er nefnd á Íslandi. Þetta er ein sterkasta danskeppni sem haldin er í heiminum í dag og þar áttu Íslendingar 2 pör.

NÝLEGA var haldin svokölluð stóra Blackpool-keppnin, eins og hún er nefnd á Íslandi. Þetta er ein sterkasta danskeppni sem haldin er í heiminum í dag og þar áttu Íslendingar 2 pör. Keppt var í flokki ungmenna, áhugamanna, atvinnumanna og í flokki fullorðinna. Karen og Adam Reeve frá ÍR kepptu í flokki atvinnumanna og Robin og Elísabet Sif Haraldsdóttir frá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi kepptu í flokki áhugamanna.

Í flokki atvinnumanna í Rising Star-keppninni komust Karen og Adam í undanúrslit, segir í fréttatilkynningu.