EFTIR aðeins níu mánuði á markaði verður BMW að innkalla nýju 7-línuna. Alls hafa um 32 þúsund bílar verið seldir og innkalla verður 22 þúsund þeirra og fara með þá á verkstæðið.
EFTIR aðeins níu mánuði á markaði verður BMW að innkalla nýju 7-línuna. Alls hafa um 32 þúsund bílar verið seldir og innkalla verður 22 þúsund þeirra og fara með þá á verkstæðið. Það er reyndar ekki við BMW-verksmiðjurnar að sakast heldur birgja fyrirtækisins. Bilunin er í rafeindabúnaði bílanna, annars vegar í eldsneytisdælunni og hins vegar í vélartölvunni. Tankurinn á BMW 7 er tvískiptur og dælunni er ætlað að dæla á milli tankanna. Dælan á það til að þjóna ekki hlutverki sínu og getur bíllinn þá virst bensínlaus þótt 30 lítrar séu á öðrum tanknum. Hinn gallinn er sá að vélartölvan sendir frá sér boð um bilun sem er ekki raunveruleg. Fyrir vikið missir bíllinn afl.