Svíþjóð Ævintýraferð á íslenskum hestum Íshestar og Flugleiðir hyggjast bjóða upp á hestaferðir á íslenskum hestum í Svíþjóð í haust. Búið er að skipuleggja 2 ferðir, önnur er frá 26. september til 29. september og hin frá 10. október - 13. október.

Svíþjóð

Ævintýraferð á íslenskum hestum

Íshestar og Flugleiðir hyggjast bjóða upp á hestaferðir á íslenskum hestum í Svíþjóð í haust.

Búið er að skipuleggja 2 ferðir, önnur er frá 26. september til 29. september og hin frá 10. október - 13. október.

Verð er 78.530 krónur á mann í tvíbýli. Innifalið: flug, keyrsla frá Stokkhólmi - Hemfosa (komu og brottfarardag), gisting í 3 nætur í tveggja manna herbergi, fullt fæði allan tímann nema kvöldverður á föstudagskvöld, hestaferð í 3 daga og flugvallarskattar.

Verð á mann í einbýli er 84.530. Ekki innifalið: Lest frá Arlanda - Stokkholm - Arlanda. Lestin Hemfosa - Stokkholm - Hemfosa (föstudagur). Aðgangur í söfn og kvöldverður á föstudegi. Fararstjórar eru Einar Bollason og Helgi Björnsson söngvari.

Kúba

Havana eða Varadero

Í nóvember bjóða Heimsferðir upp á ferð til Kúbu. Farið verður 5. nóvember og komið til baka 12. nóvember. 3 valkostir verða í boði, dvöl í borginni Havana 4 nætur og á baðströndinni Varadero 3 nætur, dvöl í Varadero í 7 nætur eða dvöl í Havana í 7 nætur.