*Nítján Rúmenar, þar af nokkur ung börn, sem komu til landsins í síðustu viku og sóttu um pólitískt hæli hérlendis drógu umsókn sína til baka á mánudag og og fóru af landi brott á fimmtudag.

*Nítján Rúmenar, þar af nokkur ung börn, sem komu til landsins í síðustu viku og sóttu um pólitískt hæli hérlendis drógu umsókn sína til baka á mánudag og og fóru af landi brott á fimmtudag.

*Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á þriðjudag að fara í almennt útboð á hlutabréfum í Landsbanka Íslands. Áformað er að salan hefjist í júní og að seld verði 20% heildarfjár í bankanum í þessum áfanga.

*Kjaradómur hefur úrskurðað að laun æðstu embættismanna þjóðarinnar skyldu hækka miðað við 1. júní um 3% frá síðustu ákvörðun dómsins. Eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands 1,4 milljónir kr. og laun forsætisráðherra um 682 þúsund kr.

*Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði lið Spánverja 3:0 á fimmtudag í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

*Boðað verður til hluthafafundar í SR-mjöli hf. í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og Samherja hf. á Akureyri á ráðandi hlut í félaginu í síðustu viku.

*Eistneska og lettneska lögreglan telur sig hafa öruggar upplýsingar um að þarlendar nektardansmeyjar hafi stundað vændi hér á landi. Hafi íslenskir vinnuveitendur hótað þeim ofbeldi ef þær segðu frá.