[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þeir félagar Gunni og Felix hafa verið bestu vinir barnanna í mörg, mörg ár. Hver man ekki eftir þeim úr Stundinni okkar? Og öllum diskunum sem þeir hafa gefið út? Nú ætla þeir að láta gamlan draum rætast og fara í skemmtiferð hringinn í kringum landið.

Þeir félagar Gunni og Felix hafa verið bestu vinir barnanna í mörg, mörg ár. Hver man ekki eftir þeim úr Stundinni okkar? Og öllum diskunum sem þeir hafa gefið út?

Nú ætla þeir að láta gamlan draum rætast og fara í skemmtiferð hringinn í kringum landið. Og í leiðinni kynna þeir nýjan vin barnanna, Aurapúkann. Já, ýkt púkó!

Rosalegt töfrabragð

Felix: Á morgun leggjum við af stað til nokkurra vel valinna staða á landsbyggðinni að hitta krakka, sem okkur finnst svo gaman. Við ætlum að skemmta þeim með söng og leik.

Gunni: Og göldrum. Við erum að búa til rosalegt töfrabragð.

- Bara eitt töfrabragð?

Gunni: Já, það er svo rosalegt að það þarf bara eitt.

Felix:

Það verður mjög spennandi að sjá hvort það heppnast, svo krakkarnir verða að koma og sjá. Það er bæði erfitt og stórhættulegt.

Gunni: Sérstaklega fyrir mig.

Felix:

Nú segjum við ekki meira!

Lag handa Björk

Felix:

Svo ætlum við að syngja lög af nýútkomnum geisladiski...

Gunni: ...sem heitir Ýkt púkó og við gerum með Aurapúka Landsbankans. Við syngjum fimm lög sem Traustur og Tryggur sungu, en eru nú aðeins öðruvísi.

Felix:

Það eru lög einsog "Ber er hver að baki" og "Afmælissöngur Tryggs", sem er rosalegt rokk. Líkt og "Oh So Quiet" með Björk. Fyrst rólegt, svo rokk og svo aftur rólegt.

Gunni: Við tileinkum Björk lagið.

Felix:

Gunni fer úr skóm og sokkum á meðan hann syngur það og er skrítinn á svipinn.

Gunni: Og ef allir eru rosa hressir, tökum við kannski Markó Póló.

Felix:

Sýningin er svona 50-60 mínútur. Við komum fram í frekar litlum húsum, þá erum við nær krökkunum, eins og í leikhúsi.

Gunni: Skemmtanirnar eru kl. 17 í hverjum bæ, en áður verðum við í Landsbankanum og röbbum við krakkana.

Felix:

Það er svo erfitt að rabba saman á sýningunni, því við þurfum þá að vera svo mikla stjörnur.

Gunni: Stundum þarf að tala voða margt, og þá er gott að hafa tíma.

Felix:

Og þau þekkja okkur og við þekkjum þau í gegnum sjónvarpið.

Púkó er æðislega flott

- En er þetta púkalega plata?

Gunni: Mjög púkaleg, í jákvæðum skilningi.

Felix:

Allt sem er púkó er æðislega flott. Það segir Aurapúkinn.

Gunni: Og sumir kalla börn púka, þannig að þetta þýðir margt.

- Aurapúkinn syngur eitt lag á plötunni, verður hann með ykkur?

Felix:

Já, í Landsbankanum, því hann býr inn á vefnum á www.aurapúki.is.

Gunni: Og þar er hægt að hlusta á lögin á disknum. Og krakkarnir sem koma í bankann, geta lagt inn 1.000 krónur og fengið diskinn gefins.

- Hittið þið alla krakka á Íslandi?

Felix:

Við getum ekki farið á alla staði, en vonumst til að krakkarnir úr nærliggjandi bæjum reyni að komast á skemmtanirnar. Sjáumst!

Hvenær verður

Ýkt púkó hjá þér?

3/6 Akranes: Bíóhöllin/LÍ

4/6 Reykjanesbær: Frumleikhúsið/LÍ

5/6 Ólafsvík: Klif/LÍ

6/6 Ísafjörður: Edinborgarhúsið/LÍ

8/6 Reykjavík: Sportdagurinn í Laugardalshöll

10/6 Selfoss: Gamli Iðnskólinn/ LÍ

11/6 Höfn: Mánagarður/LÍ

12/6 Eskifjörður: Landsbanki Íslands

Egilsstaðir: Valaskjálf/LÍ

13/6 Húsavík: Hótelið/LÍ

14/6 Sauðárkrókur: Bifröst/LÍ

18/6 Akureyri: 100 ára afmæli Landsbankans á Akureyri