Fyrsti lax sumarsins, 11 punda hrygna, veiddist í Norðurá klukkan kortér í átta í gærmorgun. Það var Gylfi Gautur Pétursson varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem veiddi laxinn á Brotinu á fluguna Snældu.
Fyrsti lax sumarsins, 11 punda hrygna, veiddist í Norðurá klukkan kortér í átta í gærmorgun. Það var Gylfi Gautur Pétursson varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem veiddi laxinn á Brotinu á fluguna Snældu. Skilyrði til veiða voru afleit, mikið vatn í ánni og mikill kuldi bæði í lofti og vatni. Menn höfðu þó séð til laxa dagana á undan og vænta góðs þegar hlýnar aftur. Um miðjan morgun var lax Gylfa eini fiskurinn sem hafði veiðst. Á myndinni hefur Gylfi landað laxinum með aðstoð Bjarna Ómars Ragnarssonar formanns SVFR.