Kirkjukór Húsavíkur á vortónleikum í Húsavíkurkirkju.
Kirkjukór Húsavíkur á vortónleikum í Húsavíkurkirkju.
Á DÖGUNUM hélt Kirkjukór Húsavíkur tónleika í Húsavíkurkirkju, þeir voru þeir þriðju og síðustu í vortónleikaröð kórsins á þessu vori. Áður hafði kórinn sungið við ágæta aðsókn og undirtektir á Kópaskeri og Þórshöfn.

Á DÖGUNUM hélt Kirkjukór Húsavíkur tónleika í Húsavíkurkirkju, þeir voru þeir þriðju og síðustu í vortónleikaröð kórsins á þessu vori. Áður hafði kórinn sungið við ágæta aðsókn og undirtektir á Kópaskeri og Þórshöfn.

Efnisskráin var fjölbreytt að þessu sinni, íslensk og erlend verk 16 að tölu og fékk kórinn góðar undirtektir hjá áhorfendum.

Baldur Baldvinsson söng einsöng með kórnum, stjórnandi kórsins er Judit György og undirleikari Aladár Rácz.