HLÍFÐU þér - er öryggisbæklingur um línuskauta, hjólabretti og hlaupahjól sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarráð gefa út í tengslum við hjólreiðar. Ekkert fræðsluefni hefur verið til um línuskauta, hlaupahjól og hjólabretti.
HLÍFÐU þér - er öryggisbæklingur um línuskauta, hjólabretti og hlaupahjól sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarráð gefa út í tengslum við hjólreiðar. Ekkert fræðsluefni hefur verið til um línuskauta, hlaupahjól og hjólabretti. Því fór Slysavarnafélagið Landabjörg út í það að gera bækling um það efni í samstarfi við slysavarnadeildirnar í Reykjavík, Hafnarfirði, á Akranesi og Seltjarnarnesi. Bæklingurinn hefur verið sendur í alla grunnskóla, til barna í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta bekk og á allar heilsugæslustöðvar en jafnframt er hægt að nálgast hann hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Stangarhyl 1 í Reykjavík, segir í fréttatilkynningu.