Textavarp Ríkisútvarpsins ÞAU MISTÖK urðu við birtingu greinar Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsstjóra Textavarp Ríkisútvarpsins" í blaðinu sl. laugardag að hluti málsgreinar féll niður.

Textavarp Ríkisútvarpsins

ÞAU MISTÖK urðu við birtingu greinar Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsstjóra Textavarp Ríkisútvarpsins" í blaðinu sl. laugardag að hluti málsgreinar féll niður. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu, en rétt er málsgreinin svona:

Í textavarpinu rúmast mikið magn upplýsinga af því að textinn er settur uppáblaðsíður" með öðrum orðum: Hver síða samsvarar skjáfylli af texta. Í efnisyfirliti er gerð grein fyrir blaðsíðutalinu. Notendur velja síðan viðkonandi númer með því að ýta á tölustafina á fjarstýringunni hjá sér en um leið flettir sjónvarpstækið upp á þeirri tilteknu síðu og kallar textann fram á sjónvarpsskjáinn. Þá er hægt að skipta síðunum í tvennt á skjánum þannig að þeir sem ekki hafa nógu góða sjón til að lesa almennu stafagerðina geti stækkað letrið með því að styðja á takka á fjarstýringunni."