Í SEPTEMBER og október varð framleiðslan á kjúklingum og svínakjöti meiri en salan. Birgðir söfnuðust því fyrir í mánuðunum. Sala á kindakjöti var 19,4% minni í október en sama mánuði í fyrra.

Í SEPTEMBER og október varð framleiðslan á kjúklingum og svínakjöti meiri en salan. Birgðir söfnuðust því fyrir í mánuðunum. Sala á kindakjöti var 19,4% minni í október en sama mánuði í fyrra.

Sala á kjúklingum og svínakjöti var mjög mikil í september, en salan í október varð enn meiri. Sala á kjúklingum var 464 tonn, sem er 32% aukning frá október í fyrra, og sala á svínakjöti var 597 tonn, sem er 23% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Að jafnaði er framleiðsla á kjúklingum og svínakjöti nánast sú sama og salan frá einum mánuði til annars en síðustu tvo mánuði hefur átt sér stað birgðasöfnun í þessum kjöttegundum þrátt fyrir góða sölu. Í september og október jukust birgðir á kjúklingum um 41 tonn og á svínakjöti um 48 tonn. Nokkuð af svínakjöti hefur reyndar verið flutt út á erlenda markaði fyrir lágt verð.

Minni sala kindakjöts

Frá ágúst til október tóku sláturhús á móti liðlega 8.000 tonnum af kindakjöti sem er nánast sama tala og á síðustu sláturtíð. Kindakjötssala í október er hins vegar nokkru minni en í sama mánuði í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur sala á lambakjöti dregist saman um 11%. Sala á kjúklingum hefur á sama tímabili aukist um 13% og um 11,7% á svínakjöti. Heildarsala á kjöti hefur á þessu tímabili aukist um 1,6%.