Í nóvemberútgáfu breska tímaritsins Zest er fjallað um 50 bestu "spa" staði eða heilsulindir í heimi.
Í nóvemberútgáfu breska tímaritsins Zest er fjallað um 50 bestu "spa" staði eða heilsulindir í heimi. Listinn er byggður á bókinni The Spa Directory sem kemur út í janúar næstkomandi en höfundurinn Suzanne Duckett hefur kannað slíka staði víðsvegar um heim. Hún hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Bláa lónið sé á meðal 50 bestu heilsulinda í heiminum. Hinir 49 eru t.d. í Portúgal, Kenýa, á Indlandi, í Taílandi, Mexíkó, Jórdaníu, Frakklandi, Bandaríkjunum og Sviss en í fljótu bragði var ekki hægt að rekast á aðra staði á Norðurlöndum.