Það komst enginn framhjá vegartálma lögreglunnar í Reykjavík á föstudagskvöld. Ökumenn tóku lögreglunni vel og almenn ánægja var með aðgerðir hennar gegn ölvunarakstri. Hér reyndist allt vera í lagi.
Það komst enginn framhjá vegartálma lögreglunnar í Reykjavík á föstudagskvöld. Ökumenn tóku lögreglunni vel og almenn ánægja var með aðgerðir hennar gegn ölvunarakstri. Hér reyndist allt vera í lagi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SUMIR voru á leiðinni í samkvæmi, aðrir á leiðinni heim eftir vinnu eða voru að skjótast eftir hamborgara þegar lögreglan í Reykjavík stöðvaði þá á Gullinbrú á föstudagskvöld.

SUMIR voru á leiðinni í samkvæmi, aðrir á leiðinni heim eftir vinnu eða voru að skjótast eftir hamborgara þegar lögreglan í Reykjavík stöðvaði þá á Gullinbrú á föstudagskvöld. Ekki var annað að sjá en ökumenn væru ánægðir með aðgerðir lögreglu þó að hún tefði þá um nokkrar mínútur.

Frá klukkan 23.30 til 1.30 aðfaranótt laugardags voru um 700 ökumenn stöðvaðir. Áfengi mældist í blóði tveggja, þrír voru án ökuréttinda og nokkrir tugir höfðu gleymt ökuskírteinunum. Í gegnum tíðina hefur ölvunarakstur verið algengastur í desember. Mikið framboð er af hvers kyns samkvæmum og skemmtunum og virðist sem margir freistist til að aka heim eftir að hafa drukkið áfengi. Slíkt er að sjálfsögðu bannað auk þess sem það er stórvarasamt. Von er á að lögregla setji upp vegatálma víðsvegar í borginni á næstu vikum til að kanna ástand ökumanna.