Nokkrum mánuðum eftir að Guðjón dó skrifaði Dóri mömmu sinni bréf og sagði þetta um pabba sinn: Ég hugsa svo fjarskalega oft um pabba heitinn, og mér finnst ég finna það nú best, þegar hann er fallinn frá, hvað hann var mikill og góður maður og hvað ég á...

Nokkrum mánuðum eftir að Guðjón dó skrifaði Dóri mömmu sinni bréf og sagði þetta um pabba sinn:

Ég hugsa svo fjarskalega oft um pabba heitinn, og mér finnst ég finna það nú best, þegar hann er fallinn frá, hvað hann var mikill og góður maður og hvað ég á honum mikið að þakka. Því altaf var það hann sem hvatti mig áfram og vakti altaf hjá mér fallegar og göfugar hugsanir.