3. janúar 1987 | Innlendar fréttir | 246 orð

Styrkur rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins: Njörður P. Njarðvík hlaut styrkinn í ár

Styrkur rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins: Njörður P. Njarðvík hlaut styrkinn í ár HIN árlega styrkveiting úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fór fram í Þjóðminjasafninu á gamlársdag, að venju. Að þessu sinni hlaut styrkinn, Njörður P.

Styrkur rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins: Njörður P. Njarðvík hlaut styrkinn í ár

HIN árlega styrkveiting úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fór fram í Þjóðminjasafninu á gamlársdag, að venju. Að þessu sinni hlaut styrkinn, Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. Jónas Kristjánsson, formaður stjórnar rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins sagði af því tilefni meðal annars:

"Hér mun nú fara fram hin árlega styrkveiting úr sjóðnum, svo sem venja er á þessum stað og stundu. Sjóðurinn var stofnaður og tók til starfa árið 1956, og er því þessi veiting hin þrítugasta og fyrsta í röðinni. Alls hafa 61 rithöfundur hlotið styrki úr sjóðnum, ef þessi veiting er með talin."

Tekjur rithöfundasjóðsins sem að þessu sinni komu til húthlutunar námu 200 þúsundum króna. Eins og áður segir var það Njörður P. Njarðvík sem styrkinn hlaut að þessu sinni.

Njörður P Njarðvík sagði m.a., þegar hann hafði veitt styrkinum viðtöku, að honum teldist svo til, að hann hefði á síðastliðnum 15 árum verið tólf sinnum viðstaddur úthlutun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag, fyrst sem formaður útvarpsráðs en síðan sem stjórnarmaður og formaður Rithöfundasambandsins." En það skal fúslega játað, að það hlutverk sem ég gegni nú, er miklum mun ánægjulegra," sagði Njörður. "Ég veiti þessari úthlutun viðtöku með þakklátum huga og þeirri viðurkenningu sem henni fylgir. Það er mér sérstakt gleðiefni að hljóta þessa viðurkenningu frá Ríkisútvarpinu, enda er það stofnun sem mér þykir mjög vænt um og hef starfað mikið við."

Jónas Kristjánsson, formaður stjórnar rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins afhendir Nirði P. Njarðvík styrk sjóðsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.