Eins og ljósálfasnekkjur, er liggja við strengi, liljur á vatninu hvítar blunda; skuggarnir horfa um akur og engi augum svörtum úr fylgsnum lunda. Allt bíður - bíður í ró eftir brosi mánans í kyrrum...

Eins og ljósálfasnekkjur, er liggja við strengi,

liljur á vatninu hvítar blunda;

skuggarnir horfa um akur og engi

augum svörtum úr fylgsnum lunda.

Allt bíður - bíður í ró

eftir brosi mánans í kyrrum skóg.

Hulda