15. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 85 orð | 1 mynd

Börn og fullorðnir í sunnudagaskóla

Börnin sungu fyrir heimilisfólk dvalarheimilisins.
Börnin sungu fyrir heimilisfólk dvalarheimilisins.
SUNNUDAGASKÓLINN var ekki í kirkjunni síðasta sunnudag heldur fóru krakkarnir ásamt séra Báru Friðriksdóttur og aðstoðarfólki hennar að Dvalarheimilinu Ási. Þar var heimilisfólkið komið saman og tók þátt í sunnudagaskólanum.
SUNNUDAGASKÓLINN var ekki í kirkjunni síðasta sunnudag heldur fóru krakkarnir ásamt séra Báru Friðriksdóttur og aðstoðarfólki hennar að Dvalarheimilinu Ási. Þar var heimilisfólkið komið saman og tók þátt í sunnudagaskólanum.

Krakkarnir sungu lög sem þau hafa lært í vetur og eru mörg laganna með hreyfingum. Engillinn Pétur og Kalli vinur hans komu í heimsókn, en þeir eru handarbrúður og hafa krakkarnir gaman af að fræðast um ýmsa hluti í gegnum brúðurnar. Það var greinilegt að allir höfðu gaman af þessari tilbreytingu, bæði börn og fullorðnir.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.