15. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð

Samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík vilja svör vegna sumarlokana

Ákvörðun um lokanir stendur enn

SAMTÖK foreldrafélaga leikskóla Reykjavíkur lögðu fram ítarlega fyrirspurn varðandi sumarlokanir leikskólanna fyrir fund leikskólaráðs borgarinnar í gær. Samtökin, sem eru nýstofnuð, eiga nú fulltrúa í leikskólaráði.
SAMTÖK foreldrafélaga leikskóla Reykjavíkur lögðu fram ítarlega fyrirspurn varðandi sumarlokanir leikskólanna fyrir fund leikskólaráðs borgarinnar í gær. Samtökin, sem eru nýstofnuð, eiga nú fulltrúa í leikskólaráði. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, mun taka að sér að svara spurningum foreldranna skriflega og leggja svörin fram á næsta fundi leikskólaráðs eftir tvær vikur. Hann segir fyrirspurnirnar snúa að praktískum atriðum varðandi lokunina.

"Þessi viðbrögð foreldranna koma svolítið seint, við erum þegar farin að kanna hug foreldra hvenær þeir vilja að skólunum sé lokað," segir Bergur. "Það var ekki tekin nein afstaða á fundinum um hvort þetta komi til með að breyta ákvörðun um lokun, leikskólum borgarinnar verður almennt lokað í einn mánuð í sumar, en brugðist verður við beiðnum frá foreldrum sem ekki geta nýtt þann lokunartíma."

Bergur sagði stofnun Samtaka foreldrafélaga fagnaðarefni. "Það var orðið tímabært að slík samtök yrðu stofnuð. Við erum með á stefnuskrá okkar að ná betra sambandi við foreldra. En það er svo stuttur tími sem foreldrar eru með börn á leikskólum og því oft erfitt að halda uppi slíku félagi. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að samtök sem þessi hafa ekki verið stofnuð fyrr."

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.