15. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

...bikarslag risanna

Dennis Bergkamp og félagar í Arsenal hafa titil að verja.
Dennis Bergkamp og félagar í Arsenal hafa titil að verja.
ÞEIR eru vafalítið margir sem vart þora að horfa á leikinn sem sýnt verður beint frá í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á hádegi í dag.
ÞEIR eru vafalítið margir sem vart þora að horfa á leikinn sem sýnt verður beint frá í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á hádegi í dag. Slíkur er hitinn í mönnum og ástríðan að þeir geta ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að sjá lið sitt tapa fyrir erkifjendunum, þessu árans hinu liði þarna Rauðu djöflunum eða Skyttunum.

Það verður vafalítið allt lagt undir, heiðurinn, kappið og hæfileikarnir, til þess að sigur náist því þótt báðir stjórar, þeir Ferguson og Wenger, segi það aðalatriðið að vinna deild og standa sig í Meistaradeildinni, þá gjörsamlega þola þeir ekki að tapa og þá allra síst fyrir hvor öðrum.

Manchester United - Arsenal er á Sýn kl. 11.45.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.