Hugleiðslunámskeið þar sem fjallað verður um aðferðir til að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan verður haldið á Glerárgötu 32, 2. hæð, eftir helgi, eða dagana 24., 25. og 27. febrúar frá kl. 20 til 21.30.

Hugleiðslunámskeið þar sem fjallað verður um aðferðir til að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan verður haldið á Glerárgötu 32, 2. hæð, eftir helgi, eða dagana 24., 25. og 27. febrúar frá kl. 20 til 21.30. Kennari verður Elín Agla og fer kennslan fram á íslensku og er öllum opin. Upplýsingar má finna á vefsíðunni www.karuna.is. "Hægt er að draga úr vandamálum eins og veikindum sem tengd eru stressi og á endanum útiloka þau með því að iðka hugleiðslutækni sem stórlega bæta hugarró okkar," segir Elín Agla í frétt um námskeiðið.