BÖÐVAR Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði frá því við athöfnina í gær hvað stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefði haft mikil áhrif á líf sitt og á Suðurnesin almennt.
BÖÐVAR Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði frá því við athöfnina í gær hvað stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefði haft mikil áhrif á líf sitt og á Suðurnesin almennt.

Böðvar er sonur Jóns Böðvarssonar, fyrrverandi skólameistara FS, og flutti fjölskyldan á Suðurnesin árið 1976 þegar Jón var ráðinn í starfið við stofnun skólans. Sjálfur gekk Böðvar í FS og var formaður nemendaráðs. Þá minntist hann á hversu mikil áhrif starfsemi skólans hefði haft á Suðurnesjum.

Böðvar gat þess að tíu ár væru liðin síðan síðasta viðbygging skólans var tekin í notkun og sagðist vona að íbúaþróun á Suðurnesjum yrði slík að eftir tíu ár yrði hægt að hefja undirbúning að byggingu annars framhaldsskóla á Suðurnesjum.