AFKOMA Vátryggingafélags Íslands hf., VÍS, á árinu 2002 verður töluvert betri en áætlun, sem birt var í skráningarlýsingu félagsins í júlí síðastliðnum, gerði ráð fyrir. Frá þessu var greint í tilkynningu frá VÍS til Kauphallar Íslands í gær.
AFKOMA Vátryggingafélags Íslands hf., VÍS, á árinu 2002 verður töluvert betri en áætlun, sem birt var í skráningarlýsingu félagsins í júlí síðastliðnum, gerði ráð fyrir. Frá þessu var greint í tilkynningu frá VÍS til Kauphallar Íslands í gær. Áætlun félagsins gerði ráð fyrir að hagnaðurinn á árinu yrði 501 milljón króna. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segir að ástæðan fyrir betri afkomu félagsins en gert hafi verið ráð fyrir stafi fyrst og fremst af hagstæðri tjónaþróun hjá félaginu á síðustu tveimur mánuðum ársins 2002. Hann segir að það megi aftur rekja til hagstæðrar veðráttu hér á landi á þeim tíma.