22. febrúar 2003 | Dagbók | 117 orð | 1 mynd

Víðistaðakirkja 15 ára

Víðistaðakirkja.
Víðistaðakirkja.
HINN 28. febrúar nk. verða liðin 15 ár frá vígslu Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Af því tilefni verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 23. febrúar, sem hefst kl. 14. Fyrrverandi sóknarprestur, sr.
HINN 28. febrúar nk. verða liðin 15 ár frá vígslu Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Af því tilefni verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 23. febrúar, sem hefst kl. 14.

Fyrrverandi sóknarprestur, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, prédikar og sr. Bragi J. Ingibergsson, núverandi sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Þá munu báðir kórar kirkjunnar, þ.e. kirkjukórinn og barna- og unglingakórinn, syngja undir stjórn Úlriks Ólasonar og Áslaugar Bergsteinsdóttur, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson syngur einsöng og Eiríkur Örn Pálsson leikur á trompet.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu. Safnaðarfólk er hvatt til að mæta til kirkju af þessu tilefni og unglingar sem fermdust í kirkjunni á síðasta ári eru sérstakir boðsgestir, en þeir eru fæddir á vígsluári kirkjunnar árið 1988.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.