Eyktarás 21 er til sölu hjá Skeifunni.  Glæsilegt steinhús með aukaíbúð, alls um 275 fermetrar, ásett verð er 31 millj. kr.
Eyktarás 21 er til sölu hjá Skeifunni. Glæsilegt steinhús með aukaíbúð, alls um 275 fermetrar, ásett verð er 31 millj. kr.
Reykjavík - Fasteignasalan Skeifan er með í sölu núna 275 fermetra einbýlishús með aukaíbúð á neðri hæð í Eyktarási 21 í Seláshverfi. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, byggt árið 1980.

Reykjavík - Fasteignasalan Skeifan er með í sölu núna 275 fermetra einbýlishús með aukaíbúð á neðri hæð í Eyktarási 21 í Seláshverfi. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, byggt árið 1980.

"Hús þetta er stórglæsilegt og getur hentað jafnt fyrir eina fjölskyldu eða hægt er að leigja út aukaíbúð sem er þriggja herbergja á neðri hæð hússins. Mjög góður sérinngangur er í báðar íbúðirnar," sagði Magnús Hilmarsson hjá Skeifunni.

"Á efri hæðinni (aðalhæð) eru þrjú herbergi auk stofu og eldhúss og rúmgóðs baðherbergis. Úr svefnherbergi er sérútgangur út í fallegan garð sem teiknaður var af Stansilav Bohic, í garðinum eru góðir pallar og rennandi lækur auk fallegs gróðurs. Í stofu er arinn sem teiknaður var af Finni Fróðasyni arkitekt.

Á neðri hæðinni er full lofthæð og er góður stigi á milli hæða. Þrjú stór herbergi eru á neðri hæðinni. Auk þess stórt baðherbergi með gufubaði, þvottahús eða eldhús fyrir aukaíbúð og fallegt hol. Þá er rúmgóður innbyggður bílskúr á neðri hæð og er innangengt í hann. Húsið stendur rétt austan við sundlaugina í Árbæjarhverfi og íþróttasvæði Fylkis, skammt frá hesthúsabyggðinni í Elliðaárdalnum. Um er að ræða sérlega falleg eign í einu eftirsóttasta hverfi borgarinnar. Ásett verð er 31 millj.kr."