Efri hæð og ris í Hólmgarði 5 er til sölu hjá Húsakaupum. Eign þessi er 138,5 fermetrar og ásett verð er 19,3 millj. kr.
Efri hæð og ris í Hólmgarði 5 er til sölu hjá Húsakaupum. Eign þessi er 138,5 fermetrar og ásett verð er 19,3 millj. kr.
Reykjavík - Húsakaup er með í sölu núna efri sérhæð og ris í steinhús að Hólmgarði 5, 108 Reykjavík. Þetta er fjögra íbúða hús og er þessi íbúð alls að flatarmáli 138,5 fermetrar og að auki fylgir 12 fermetra nýtt geymsluhús í garði.

Reykjavík - Húsakaup er með í sölu núna efri sérhæð og ris í steinhús að Hólmgarði 5, 108 Reykjavík. Þetta er fjögra íbúða hús og er þessi íbúð alls að flatarmáli 138,5 fermetrar og að auki fylgir 12 fermetra nýtt geymsluhús í garði.

"Þetta er mjög falleg íbúð, endurnýjuð nánast að öllu leyti. Búið er að lyfta þaki og byggja bíslag þar sem nú er sér inngangur," sagði Brynjar Harðarson hjá Húsakaupum.

"Íbúðin skiptist í fjögur svefnherbergi, rúmgóðar stofur, stórt eldhús og tvö baðherbergi. Allar lagnir eru endurnýjaðar, svo og gler og gluggar. Hiti er í stéttum og góð timburverönd með skjólveggjum.

Innréttingar eru allar sérsmíðaðar úr hnotu. Í eldhúsi er sérstaklega stór eldavél með stórum háf yfir. Innbyggð Bloomberg uppþvottavél fylgir. Sérsmíðaðir skápar eru í herbergjum og allar innihurðir nýjar. Baðherbergi á efri hæð er með hornbaðkari og sturtuklefa og vandaðar innréttingar eru á báðum böðum. Sér bílastæði er inn á lóðinni. Garðurinn er mjög snyrtilegur, hiti í stéttum og góð timburverönd með skjólveggjum. Ásett verð er 19,3 millj.kr."