ÞÓRBERGSVEFURINN hefur verið uppfærður og bætt á hann nýju efni í tilefni af afmælisdegi skáldsins, sem var 12. mars. Þar eru meðal annars upplýsingar um málþing um Þórberg Þórðarson sem haldið verður á Hrollaugsstöðum 29.

ÞÓRBERGSVEFURINN hefur verið uppfærður og bætt á hann nýju efni í tilefni af afmælisdegi skáldsins, sem var 12. mars.

Þar eru meðal annars upplýsingar um málþing um Þórberg Þórðarson sem haldið verður á Hrollaugsstöðum 29. maí næstkomandi og myndir af munum úr eigu Þórbergs. Þá eru á vefnum fjöldi greina um Þórberg og verk hans, ritaskrá og tilvitnanir í höfundinn.

Slóðin er www.thorbergur.is/