GREINING Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í gær að líkur séu á því að verðbólga fari yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í næsta eða þar næsta mánuði.

GREINING Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í gær að líkur séu á því að verðbólga fari yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í næsta eða þar næsta mánuði.

"Verðbólgan hefur verið undir verðbólgumarkmiði bankans frá því í nóvember á síðastliðnu ári. Lægst fór verðbólgan í janúar niður í 1,4%, en nú stendur hún í 2,2%. Á milli mars og apríl í fyrra hélst vísitala neysluverðs óbreytt og einnig á milli apríl og maí. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu þá mikið á sig til að halda vísitölunni undir hinu rauða striki kjarasamninga. Nú eru hins vegar líkur á því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2-0,3% á milli mars og apríl og um 0,1-0,2% milli apríl og maí.

Rætist þetta mun verðbólgan fara yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans á næstu tveimur mánuðum. Þrátt fyrir að verðbólgan sé nú aðeins að aukast væntir Greining ÍSB þess að verðbólgan haldist áfram lág, bæði á þessu og næsta ári," segir í Morgunkorni.