Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, færir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, álstyttu að gjöf í tilefni af undirskriftinni.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, færir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, álstyttu að gjöf í tilefni af undirskriftinni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í TENGSLUM við undirritun álsamninganna á Reyðarfirði á laugardag var skipst á nokkrum gjöfum. Fjarðabyggð gaf Alcoa steinlistaverk, hannað af Pétri Erni Hjaltasyni hjá Álfasteini, sem táknar strompana tvo við álverið með áletruninni: Alcoa!

Í TENGSLUM við undirritun álsamninganna á Reyðarfirði á laugardag var skipst á nokkrum gjöfum. Fjarðabyggð gaf Alcoa steinlistaverk, hannað af Pétri Erni Hjaltasyni hjá Álfasteini, sem táknar strompana tvo við álverið með áletruninni: Alcoa! Velkomið til Fjarðabyggðar.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina tilkynnti forstjóri Alcoa, Alain Belda, að fyrirtækið ætlaði að gefa Fjarðabyggð um 4.200 barrtré, þar af 2.007 tré til gróðursetningar í ár og síðan 450 tré á hverju ári til ársins 2007 fyrir hvern starfsmann í álverinu.

Félag eldri borgara á Reyðarfirði gaf Alcoa íslenska fánann og þá barst veglegur blómvöndur frá kollegum í Straumsvík, þ.e. frá Alcan á Íslandi, áður ÍSAL. Við móttöku Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á Egilsstaðaflugvelli síðdegis á laugardag, þegar fulltrúar Alcoa voru kvaddir á leið þeirra til Bandaríkjanna, gaf Landsvirkjun þeim og Valgerði álstyttur af heiðnu guðunum Óðni og Þór, unnar sérstaklega af Hallsteini Sigurðssyni listamanni sem hefur sýnt svipuð verk í Laxárvirkjun.