Skrifað undir framhaldssamning um rafræna lyfseðla, f.v. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, og Tómas Hermannsson, framkvæmdastjóri Doc hf.
Skrifað undir framhaldssamning um rafræna lyfseðla, f.v. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, og Tómas Hermannsson, framkvæmdastjóri Doc hf.
SKRIFAÐ hefur verið undir framhaldssamning vegna verkefnis sem snýst um að þróa rafræna lyfseðla, en það voru þeir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Tómas Hermannsson framkvæmdastjóri Doc.is sem skrifuðu undir.

SKRIFAÐ hefur verið undir framhaldssamning vegna verkefnis sem snýst um að þróa rafræna lyfseðla, en það voru þeir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Tómas Hermannsson framkvæmdastjóri Doc.is sem skrifuðu undir. Verkefnið hófst árið 2001, en meginmarkmið þess er að kanna hagkvæmni rafrænna lyfseðla, öryggi þeirra og öryggisþætti hugbúnaðarins, veita læknum og lyfjafræðingum faguppýsingar um lyf og lyfjamál um leið og þeir aðstoða sjúklinga og að gera heilbrigðisstarfsmenn meðvitaðri um lyfjakostnað og stuðla þannig að því að hagkvæmustu leiða verði leitað í lyfjameðferð sjúklinga. Þátttakendur í verkefninu eru Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæslan á Akureyri, Lyfja, Lyf og heilsa, Doc, verkefnisstjórn íslenska heilbrigðisnetsins og Eyþing.

Niðurstöður tilraunaverkefnis sem unnið var á Húsavík þóttu gefa tilefni til áframhaldandi tilrauna og skoðunar á kostum og hagkvæmni rafrænna lyfseðla og því verður haldið áfram með þetta verkefni, en stefnt er að því að því verði endanlega lokið 30. júní á komandi sumri.

Gert er ráð fyrir að kostnaður við verkefnið nemi 5 milljónum króna.