NOKKUR erill var um helgina hjá lögreglunni á Akureyri sem einkum tengdist dýrkun Bakkusar. Skráðar eru átta kærur fyrir ölvun á almannafæri, þrjár líkamsárásir og fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

NOKKUR erill var um helgina hjá lögreglunni á Akureyri sem einkum tengdist dýrkun Bakkusar. Skráðar eru átta kærur fyrir ölvun á almannafæri, þrjár líkamsárásir og fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

Tilkynnt var um átta eignaspjöll og tvö minniháttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar. Sjö umferðaróhöpp urðu um helgina og í tveimur þeirra urður minniháttar meiðsl. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.