* STEVE Bruce , knattspyrnustjóri Birmingham, segir að leikmenn Aston Villa hafi gert í því að espa Frakkann Christoph Dugarry upp í grannaslag liðanna á dögunum.

* STEVE Bruce , knattspyrnustjóri Birmingham, segir að leikmenn Aston Villa hafi gert í því að espa Frakkann Christoph Dugarry upp í grannaslag liðanna á dögunum. Dugarry á yfir höfði sér leikbann vegna atviks sem átti sér stað í leiknum en Frakkinn hrækti að Jóhannesi Karli Guðjónssyni .

* BRUCE segir að Jóhannes Karl hafi láti ýmis orð falla í garð Dugarrys sem og fleiri leikmenn Aston Villa gerðu í leiknum. Með því hafi þeir verið að æsa leikmanninn upp. Hann segir að Dugarry hafi misst stjórn á sér og hrækt en það hafi ekki verið með ráðum gert að beina hrákanum að leikmanninum.

* NOEL Whelan framherji Middlesbrough valdi frekar að fara sem lánsmaður til Crystal Palace heldur en Stoke en Íslendingaliðið gerði tilraun til að fá leikmanninn að láni. Whelan , sem fá tækifæri hefur fengið hjá Middlesbrough á leiktíðinni, verður hjá Palace til loka leiktíðar.

* GERARD Houllier , knattspyrnustjóri Liverpool , hefur ákveðið að Senegalinn El-Hadji Diouf spili ekki síðari leik Liverpool og Celtic í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar á Anfield á fimmtudaginn. Diouf varð á í messunni í fyrri leik liðanna í Glasgow í síðustu viku þegar hann hrækti á stuðningsmenn Celtic . Aganefnd UEFA á eftir að taka málið fyrir og verður hann væntanlega úrskurðaður í leikbann.

* HOULLIER var mjög óhress með framkomu Senegalans og svipti hann tveggja vikna launum.

* ALEX Ferguson ætlar að tefla fram hálfgerðu drengjaliði þegar Manchester United mætir Deportivo La Coruna í Meistaradeildinni í kvöld. Sjö af þeim leikmönnum sem léku á móti Aston Villa um helgina verða ekki með en það eru Barthez , Gary Neville , Beckham , Nistelrooy , Ferdinand , Scholes og Silvestre . Að auki eru Roy Keane og Juan Sebastian Veron meiddir. United hefur þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum og vonir Deportivo um að komast áfram eru nær engar.

* JOHN Gregory, hinn skapstóri knattspyrnustjóri Derby, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann og til að greiða rúmlega millj. kr. í sekt fyrir að ráðast að varadómara í leik Derby og Portsmouth 8. febrúar. Gregory getur ekki stjórnað liði sínu í fimm leikjum - verður að vera á meðal áhorfenda.

* MASSIMO Moratti, forseti Inter, ítrekaði það í gær stuðning sinn við argentínska þjálfarann Hector Cuper, sem hefur mátt þola ádeilur í vetur. Inter fagnaði sigri á Como á sunnudaginn, 4:0, og er í öðru sæti 1. deildar á Ítalíu.